Fullkomin aðstaða og umhverfi fyrir afkastamikla og skapandi fundi eða hópefli.
Húsafell er spennandi kostur fyrir fundi og ráðstefnur og býður uppá þrjú fundarherbergi fyrir hverskyns fundi eða viðburði.
Á Húsafelli bjóðum við uppá þrjá fundarsali: Mosi er stærstur, Hellir hentar vel fyrir minni fundi og Strútur er bjartur salur sem hentar vel fyrir minni fundi.
Ekki er tekið gjald fyrir sali aðeins fyrir veitingar sem pantaðar eru í fundarsal. Hægt er að vera með kynningar á skjá í öllum sölum en aðeins Mosi er með hljóðkerfi.
Ert þú að leita af fundarsal fyrir eitt af eftirtöldu?
Vinnufund, ráðstefnu, hópefli, vinnufögnuð, stefnumótun, námskeið, árshátíð eða önnur tilefni
Eftir fundi er næg afþreying á svæðinu til að hrista hópinn saman t.d. með ferð í Giljaböðin á Húsafell, ferð í Íshellirinn Langjökli eða Hellaskoðun í Víðgelmi.
Innifalið í hótel gistingu er aðgangur að sundlaug Húsafells og svo eru margar gönguleiðir á svæðinu sem hægt er að njóta í fallegu umhverfi.
Toppaðu svo dvölina á veitingarstaðnum okkar með dýrindis mat út fersku hráefnum. Yfirkokkurinn okkar Davíð Örn Hákonarson er þekktur fyrir gæði.
Við sérsníðum tilboð fyrir þinn hóp, Hafið samband í netpósti: booking@hotelhusafell.is eða hringið í okkur í síma 435-1551
Ekkert styrkir liðsandann meira en að deila einstakri lífsreynslu.
Húsafellssvæðið býður upp á kjöraðstæður til norðurljósaskoðunar en að meðaltali sjást norðurljósin þrisvar í viku yfir vetrarmánuðina. Nálægðin við Langjökul, næststærsta jökul landsins, gerir veðurskilyrði einstaklega ákjósanleg, þar sem loftið er kalt og oft heiðskírt.
Lesa meiraVið sérhæfum okkur í þjónustu og lúxusgistingu fyrir 10–60 manna hópa.
Húsafell er innsta byggða ból í Borgarfjarðarsýslu og sannkölluð náttúruperla milli hrauns og jökla. Þar sameinast allt það besta og magnaðasta úr íslensku landslagi.
SJÁ ALLT MYNDASAFN