Húsafell Giljaböð

Töfrandi gönguferð í íslenskri náttúru sem endar með einstakri slökun í náttúruböðum í tignarlegu gljúfri

Húsafell Giljaböð

Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn frá afþreyingarmiðstöðinni á Húsafelli í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Það er fátt sem hægt er að kalla jafn sér íslenska upplifun og göngu í ótrúlegu landslagi og leggjast svo í bleyti og slaka á í náttúrulegum giljaböðum.

Innifalið

  • Íslensku- og enskumælandi leiðsögumaður
  • Akstur til og frá Húsafelli
  • Aðgangur í náttúruböð
  • Handklæði

Hafa með

  • Hlý, vatnsheld útivistarföt
  • Góða gönguskó
  • Sundföt

Sundföt  er hægt að leigja í sundlaug Húsafells ef þarf.

Giljaböðin

Heimafólk á Húsafelli, sem tók að sér verkefnið í kringum giljaböðin, lagði mikla áherslu á það í allri hönnun og skipulagi að böðin féllu eins vel að náttúrunni og arfleifð staðarins og mögulegt væri, með umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Hægt er að velja milli tveggja jarðhitalauga með mismunandi hitastigi, (30–41°C) , en úr þeim er fallegt útsýni yfir gilið sem býr yfir fallegum jarðmyndunum.

Ekta Íslensk náttúruböð

Böðin eru byggð úr náttúrusteini úr gilinu og í þau er veitt vatni úr heitum uppsprettum á staðnum. Mikið er lagt upp úr því að þau falli sem best inn í náttúruna en laugarnar eru byggðar í anda hinnar fornu Snorralaugar frá 10. öld. Baðhúsið er byggt úr timbri sem fallið hefur til á svæðinu. Jafnvel snagarnir í búningsklefunum eru gerðir úr notuðum hrossaskeifum frá nærliggjandi búi.

Ferðin í böðin

Ferðir í Giljaböðin eru í boði allan ársins hring með með íslensku- og enskumælandi leiðsögumanni. Ferðin hefst fyrir utan afþreyingarmiðstöðina á Húsafelli. Á leiðinni fræðumst við meðal annars lítillega um endurnýjanlega orku og förum yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Ok, fyrsta íslenska jöklinum sem orðið hefur loftslagsbreytingum að bráð.

Algengast er að leiðin hefst á að gengið er upp með Deildargili að útsýnispalli sem gefur fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður 64 tröppur að böðunum. Þar gefst gestum tækifæri á að skipta um föt og fara í pottana. Að því loknu er haldið til baka að Húsafelli.

Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Gengið er um 1,5 km.

Vinsamlegast athugið

Gangan er auðveld og hentar öllum reynslustigum. Leiðin getur breyst eftir aðstæðum hverju sinni eins og t.d. snjó, ís eða aurbleytu. En gestum er bent á að það eru 64 þrep niður í gilið og getur verið lausamöl á stígnum. Hámark 16 manns í hverri ferð nú á tímum Covid-19.

Við viljum minna gesti á nauðsyn þess að koma með sín eigin handklæði í Giljaböðin, sérstaklega er það mikilvægt núna á meðan Covid-19 er enn á kreiki í samfélaginu.

Sem stendur er kalda laugin okkar ekki nothæf en við vonumst til að hún komi aftur í gagnið innan skamms.

Ef afbókað er innan 24 tíma tíma fyrir brottför þá þarf viðskiptavinur að borga 100% af miðaverði í afbókunarskilmála.

Thank you, you will receive a response shortly.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try it again.
<div id="bokun-w80576_52c84f72_1042_4dd3_912a_5e549a2282e5">Loading...</div><script type="text/javascript"> var w80576_52c84f72_1042_4dd3_912a_5e549a2282e5; (function(d, t) { var host = 'widgets.bokun.io'; var frameUrl = 'https://' + host + '/widgets/80576?bookingChannelUUID=e4d6d6e2-4245-4f25-b1fa-5cf1f70052f8&amp;activityId=227198&amp;lang=is&amp;ccy=ISK&amp;hash=w80576_52c84f72_1042_4dd3_912a_5e549a2282e5'; var s = d.createElement(t), options = {'host': host, 'frameUrl': frameUrl, 'widgetHash':'w80576_52c84f72_1042_4dd3_912a_5e549a2282e5', 'autoResize':true,'height':'','width':'100%', 'minHeight': 0,'async':true, 'ssl':true, 'affiliateTrackingCode': '', 'transientSession': true, 'cookieLifetime': 43200 }; s.src = 'https://' + host + '/assets/javascripts/widgets/embedder.js'; s.onload = s.onreadystatechange = function() { var rs = this.readyState; if (rs) if (rs != 'complete') if (rs != 'loaded') return; try { w80576_52c84f72_1042_4dd3_912a_5e549a2282e5 = new BokunWidgetEmbedder(); w80576_52c84f72_1042_4dd3_912a_5e549a2282e5.initialize(options); w80576_52c84f72_1042_4dd3_912a_5e549a2282e5.display(); } catch (e) {} }; var scr = d.getElementsByTagName(t)[0], par = scr.parentNode; par.insertBefore(s, scr); })(document, 'script'); </script>

Búðu þig undir hið óvænta

Myndir segja meira en mörg orð.

Húsafell Giljaböð ehf, Húsafell 311 Borgarnes, kt: 550502-7550