Gönguleiðir

Húsafell skartar mörgum af fegurstu perlum íslenskrar náttúru sem gerir gönguferðir á staðnum að dásamlegri upplifun.

Gönguleiðir

Húsafell má kalla draumaland göngumannsins. Allt um kring eru heillandi gönguleiðir, þar sem alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu.

Þéttir skógar, hraunmyndanir, kristaltærar uppsprettur, stórbrotin gil, jöklar, hvítfyssandi jökulár, fjölbreytt dýra- og fuglalíf auk merkra fornminja og annarra mannvistarleifa, sem segja ótal sögur um liðna tíð og sambýli manns og náttúru. Einnig gengur ferðalangurinn víða fram á sérkennilegar höggmyndir Páls Guðmundssonar myndhöggvara, sem skerpa oft svip landsins á nærgætinn hátt við náttúruna.

Hægt er að finna auðveldar gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna, eins og leiðirnar um skóginn og einnig eru áhugaverðar leiðir fyrir þá brattgengu. Þar má nefna há fjöll eins og Eiríksjökul og Ok. Hestamenn og hjólreiðamenn finna líka spennandi leiðir fyrir sig. Á Húsafelli má svo nálgast gönguleiðakort með merktum gönguleiðum.

Thank you, you will receive a response shortly.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try it again.

Búðu þig undir hið óvænta

Myndir segja meira en mörg orð.

Hótel Húsafell kt: 500909-0210