Á Húsafelli þarf enginn að verða svangur. Þú getur annaðhvort verslað í kjörbúðinni okkar eða sest niður á veitingastöðunum okkar og notið matar í hæsta gæðaflokki.
Á Hótel Húsafelli leggjum við áherslu á árstíðabundna matseðla þar sem íslenskt hráefni fær að njóta sín í alþjóðlegri matargerð. Góður matur og drykkur, góð þjónusta og fallegt umhverfi skapa ógleymanlega kvöldstund.
Í apríl 2021 er eingöngu í boðið uppá 3ja og 4ra rétta matseðil á kvöldin. Léttir réttir í hádeginu
Opnunartími
Hádegisverður 12:00 til 14:00 um helgar
Kvöldverður kl. 18:00 til 21:00 alla daga
Gleðistund 16:00 til 18:00 alla daga
Á Hótel Húsafelli er boðið upp á tvo veitingastaði með fjórum veitingasölum, sem og fjölbreytta afþreyingu og dagsferðir. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða séróskir vegna veitinga.
SENDA FYRIRSPURN Á Bistro er boðið upp á matseðil sem hentar allri fjölskyldunni í hlýlegu og notalegu umhverfi.
Í vetur er Húsafell Bistró lokað - opnum vorið 2021
Við bjóðum upp á sérstakt fyrirkomulag fyrir ferðaskrifstofur og hópa og komum til móts við séróskir.
SENDA FYRIRSPURNAllt til alls þegar vantar nesti til að taka með í gönguferðina eða þegar þú vilt elda eigin máltíð, til dæmis í sumarbústaðnum eða fyrir utan tjaldið.
Verslunin er opin um Páskana:
11:00 - 18:00
Skírdag og til og með Páskadagur