Algengar spurningar

Finndu svörin við öllum helstu spurningum. Ekki hika við að hafa samband ef það er eitthvað sem þú finnur ekki svar við hér.

Athugið að við tökum við eftirfarandi kortum: American Express, Visa, Euro/Master card, Diners Club, og Maestro. Kreditkort er nauðsynlegt til þess að ganga frá bókun.

Til þess að koma í veg fyrir að þurfa að borga afbókunargjald þarf afbókunin að fara fram 48 tímum fyrir komu á hótelið. Þeir sem afbóka eftir þann tíma eða mæta ekki eru rukkaðir um gjald fyrir eina nótt á kreditkort viðkomandi. Aðrar reglur gilda um hópa sem hafa pantað fimm herbergi eða fleiri – vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Já við bjóðum upp á lausnir fyrir hópa, vinsamlegast hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Já það er hægt að bóka ferðir í alls konar afþreyingar.

Rétt fyrir neðan hótelið er sundlaug og nokkrir heitir pottar ásamt agnarsmárri rennibraut.

Sundlaugin er opin um helgar yfir vetrartíman en daglega á sumrin. Þar er móttaka þar sem má greiða aðgangseyri

Morgunmatur er framreiddur á veitingastaðnum frá 9:00 til 11:00 yfir vetrartímann (01.október - 30.apríl) og 7:00 til 10:00 yfir sumartímann (01.maí - 30.september)

Vegna Covid19 og til að gæta vel að sóttvörnum eru allir gestir beðnir um að bóka borð í morgunmat.

Sunnudag til fimmtudag er veitingasalurinn opin  18:00 - 21:00.

Laugardaga og sunndaga er opið 12:00-14:00 og 18:00-22:00

Einnig er hægt að fá smárétti til kl 17:00 Athugið að eldhúsið lokar kl 21:30 á laugardögum.

Til að tryggja að sóttvarnareglum sé framfylgt er nauðsynlegt að bóka borð.


Barinn er opinn frá 12:00 til 22:00 föstudaga og laugardaga en alla daga frá hádegi yfir sumartímann.

Þráðlaust net er frítt fyrir gesti á hótelinu.

Beygið af hringveginum í átt að Reykholti á vegi 50.
Fylgið honum þar til komið er að vegi 518 sem leiðir að Húsafelli.

Vegalengdir í km:

 • Reykjavík um Hvalfjörð – Húsafell 178 km.
 • Reykjavík um Hvalfjarðargöng – Húsafell 130 km.
 • Reykjavík um Kaldadal – Húsafell 112 km.
 • Borgarnes – Húsafell 66 km.
 • Þingvellir – Húsafell 67 km.
 • Kleppjárnsreykir – Húsafell 32 km.
 • Reykholt – Húsafell 25 km.
 • Surtshellir – Húsafell 14 km.
 • Hraunfossar – Húsafell 6 km.
 • Bifröst – Húsafell 59 km.
 • Langjökull – Húsafell 20 km.

Já, það er nauðsynlegt að sýna skilríki við innritun.

Opnað er fyrir innritun kl. 15:00. Ætlast er til þess að gestir hafi lokið við að skrá sig út fyrir kl. 11:00.

Senda fyrirspurn

Thank you, you will receive a response shortly.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try it again.