Algengar spurningar

Finndu svörin við öllum helstu spurningum. Ekki hika við að hafa samband ef það er eitthvað sem þú finnur ekki svar við hér.

Hundar eru ekki leyfðir inn á Hótel Húsafelli venjulega en gerðar eru undantekningar í þeim tilfellum þegar um þjónustuhunda fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á þeim að halda.

Það er bannað að reykja í öllum rýmum hótelsins. Eingöngu er hægt að reykja utandyra á afmörkuðum svæðum.
Einning er óleyfilegt að henda ösku og sígarettustubbum í rusl innandyra.
Brot á þessum reglum varðar sektum og aukagjaldi vegna djúphreinsunar á herbergjum.

Gjaldið er EUR500

Athugið að við tökum við eftirfarandi kortum: American Express, Visa, Euro/Master card, Diners Club, og Maestro. Kreditkort er nauðsynlegt til þess að ganga frá bókun.

Til þess að koma í veg fyrir að þurfa að borga afbókunargjald þarf afbókunin að fara fram 48 tímum fyrir komu á hótelið. Þeir sem afbóka eftir þann tíma eða mæta ekki eru rukkaðir um gjald fyrir eina nótt á kreditkort viðkomandi. Aðrar reglur gilda um hópa sem hafa pantað fimm herbergi eða fleiri – vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar.

Já við bjóðum upp á lausnir fyrir hópa, vinsamlegast hafið samband á info@hotelhusafell.is fyrir frekari upplýsingar.

Já það er hægt að bóka ferðir í alls konar afþreyingar.

Rétt fyrir neðan hótelið er Lindin, opin almenningi með 2 sundlaugum, 2 heitum pottum og kaldri laug. Lindin er opin um helgar yfir vetrartíman en daglega á sumrin. Greiða þarf sérstaklega í sundlaugina.

Morgunmatur er framreiddur á veitingastaðnum frá 7:30 til 10:30 yfir vetrartímann (01.október - 30.apríl) og 7:00 til 10:00 yfir sumartímann (01.maí - 30.september)

Sunnudag til fimmtudag er veitingasalurinn opin  18:00 - 21:00.

Alla daga er opið í hádeginu frá 12:00-14:00 (nema sumarmánuðina).

Athugið að eldhúsið lokar kl 21:00 alla daga.
Barinn er opinn frá 12:00 til 22:00.

Happy Hour: 16:00-18:00.

Þráðlaust net er frítt fyrir gesti á hótelinu.

Beygið af hringveginum í átt að Reykholti á vegi 50.
Fylgið honum þar til komið er að vegi 518 sem leiðir að Húsafelli.

Vegalengdir í km:

 • Reykjavík um Hvalfjörð – Húsafell 178 km.
 • Reykjavík um Hvalfjarðargöng – Húsafell 130 km.
 • Reykjavík um Kaldadal – Húsafell 112 km.
 • Borgarnes – Húsafell 66 km.
 • Þingvellir – Húsafell 67 km.
 • Kleppjárnsreykir – Húsafell 32 km.
 • Reykholt – Húsafell 25 km.
 • Surtshellir – Húsafell 14 km.
 • Hraunfossar – Húsafell 6 km.
 • Bifröst – Húsafell 59 km.
 • Langjökull – Húsafell 20 km.

Já, það er nauðsynlegt að sýna skilríki við innritun.

Opnað er fyrir innritun kl. 15:00. Ætlast er til þess að gestir hafi lokið við að skrá sig út fyrir kl. 11:00.

Senda fyrirspurn

Thank you, you will receive a response shortly.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try it again.