Hraunhellir

Skoðaðu Víðgelmi, einn stærsta hraunhelli heims, í Hallmundarhrauni, skammt frá Húsafelli.

Hraunhellir

Undur hins litríka töfraheims sem Víðgelmir er, eru aðgengileg fyrir alla fjölskylduna.

Innifalið

  • Hjálmur og höfuðljós

Hafa með

  • Hlýja yfirhöfn
  • Húfu og vettlinga

Víðgelmir er stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hellirinn hefur verið friðaður frá árinu 1993. Fjölbreytileiki hans og glæsileiki er engu líkur og heimsókn í hellinn er upplifun sem ekki gleymist. Tæplega 1600 metra langur hellirinn geymir ótrúlega liti og hraunmyndanir sem aðeins má sjá í iðrum jarðar.

Boðið er upp á leiðsögn um hellinn, frá hvelfingu til hvelfingar, sem tekur eina og hálfa klukkustund.

Einnig er boðið upp á leiðsögn þar sem farið er dýpra inn í hellinn og skoðaðar vel geymdar en viðkvæmar hraunmyndanir og bergtegundir. Lengd þessarar skoðunarferðar er 3–4 klukkustundir og aðeins í boði samkvæmt samkomulagi. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við info@hotelhusafell.is

Athugið

Í hellinum er kalt og mælt er með að gestir séu vel klæddir í hlýjan fatnað.

Aldurstakmark í ferðina er 4 ár.

Gestum er ráðlagt að mæta 10–15 mínútum áður en lagt er af stað í ferðina.

Thank you, you will receive a response shortly.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try it again.
<div id="bokun-w8597_7896003b_5746_4d3d_9c88_97caaeed24e1">Loading...</div><script type="text/javascript"> var w8597_7896003b_5746_4d3d_9c88_97caaeed24e1; (function(d, t) { var host = 'widgets.bokun.io'; var frameUrl = 'https://' + host + '/widgets/8597?bookingChannelUUID=823dd7fa-fa59-4aca-b104-06984ac8ef7a&amp;activityId=7917&amp;lang=is&amp;ccy=ISK&amp;hash=w8597_7896003b_5746_4d3d_9c88_97caaeed24e1'; var s = d.createElement(t), options = {'host': host, 'frameUrl': frameUrl, 'widgetHash':'w8597_7896003b_5746_4d3d_9c88_97caaeed24e1', 'autoResize':true,'height':'','width':'100%', 'minHeight': 0,'async':true, 'ssl':true, 'affiliateTrackingCode': '', 'transientSession': true, 'cookieLifetime': 43200 }; s.src = 'https://' + host + '/assets/javascripts/widgets/embedder.js'; s.onload = s.onreadystatechange = function() { var rs = this.readyState; if (rs) if (rs != 'complete') if (rs != 'loaded') return; try { w8597_7896003b_5746_4d3d_9c88_97caaeed24e1 = new BokunWidgetEmbedder(); w8597_7896003b_5746_4d3d_9c88_97caaeed24e1.initialize(options); w8597_7896003b_5746_4d3d_9c88_97caaeed24e1.display(); } catch (e) {} }; var scr = d.getElementsByTagName(t)[0], par = scr.parentNode; par.insertBefore(s, scr); })(document, 'script'); </script>

Búðu þig undir hið óvænta

Myndir segja meira en mörg orð.

Húsafell Giljaböð ehf, Húsafell 311 Borgarnes, kt: 550502-7550