Hraunhellir

Skoðaðu Víðgelmi, einn stærsta hraunhelli heims, í Hallmundarhrauni, skammt frá Húsafelli.

Hraunhellir

Undur hins litríka töfraheims sem Víðgelmir er, eru aðgengileg fyrir alla fjölskylduna.

Innifalið

  • Hjálmur og höfuðljós

Hafa með

  • Hlýja yfirhöfn
  • Húfu og vettlinga

Víðgelmir er stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hellirinn hefur verið friðaður frá árinu 1993. Fjölbreytileiki hans og glæsileiki er engu líkur og heimsókn í hellinn er upplifun sem ekki gleymist. Tæplega 1600 metra langur hellirinn geymir ótrúlega liti og hraunmyndanir sem aðeins má sjá í iðrum jarðar.

Boðið er upp á leiðsögn um hellinn, frá hvelfingu til hvelfingar, sem tekur eina og hálfa klukkustund.

Í hellinum er kalt og mælt er með að gestir séu vel klæddir í hlýjan fatnað.

Aldurstakmark í ferðina er 4 ár.

Gestum er ráðlagt að mæta 10–15 mínútum áður en lagt er af stað í ferðina.

Thank you, you will receive a response shortly.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try it again.
<script type="text/javascript" src="https://widgets.bokun.io/assets/javascripts/apps/build/BokunWidgetsLoader.js?bookingChannelUUID=ab8cb841-0fe5-4a98-85c1-eea1094f030c" async></script> <div class="bokunWidget" data-src="https://widgets.bokun.io/online-sales/ab8cb841-0fe5-4a98-85c1-eea1094f030c/experience-calendar/7917"></div> <noscript>Please enable javascript in your browser to book</noscript>

Búðu þig undir hið óvænta

Myndir segja meira en mörg orð.

Hótel Húsafell kt: 500909-0210