Hraunhellir

Skoðaðu Víðgelmi, einn stærsta hraunhelli heims, í Hallmundarhrauni, skammt frá Húsafelli.

Hraunhellir

Undur hins litríka töfraheims sem Víðgelmir er, eru aðgengileg fyrir alla fjölskylduna.

Innifalið

  • Hjálmur og höfuðljós

Hafa með

  • Hlýja yfirhöfn
  • Húfu og vettlinga

Víðgelmir er stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hellirinn hefur verið friðaður frá árinu 1993. Fjölbreytileiki hans og glæsileiki er engu líkur og heimsókn í hellinn er upplifun sem ekki gleymist. Tæplega 1600 metra hár hellirinn geymir ótrúlega liti og hraunmyndanir sem aðeins má sjá í iðrum jarðar.

Boðið er upp á leiðsögn um hellinn, frá hvelfingu til hvelfingar, sem tekur eina og hálfa klukkustund.

Einnig er boðið upp á leiðsögn þar sem farið er dýpra inn í hellinn og skoðaðar vel geymdar en viðkvæmar hraunmyndanir og bergtegundir. Lengd þessarar skoðunarferðar er 3–4 klukkustundir og aðeins í boði samkvæmt samkomulagi. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við booking@hotelhusafell.is

Athugið

Í hellinum er kalt og mælt er með að gestir séu vel klæddir í hlýjan fatnað.

Aldurstakmark í ferðina er 4 ár.

Gestum er ráðlagt að mæta 10–15 mínútum áður en lagt er af stað í ferðina.


Takmarkaður opnunartími vegna Covid19. Hafðu samband um frekari upplýsingar.

Thank you, you will receive a response shortly.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try it again.

Búðu þig undir hið óvænta

Myndir segja meira en mörg orð.

Húsafell Giljaböð ehf, Húsafell 311 Borgarnes, kt: 550502-7550