Friðsælt athvarf í fallegu umhverfi

Hótel Húsafell leigir út falleg og vel búin sumarhús, umkringd grónum birkiskógi. Sumarhúsin rúma 4–6 gesti og eru staðsett í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu.

Holiday Home seen through the birch trees.

Sumarhús

Njóttu einstakrar náttúru Húsafells í þægilegum sumarbústað í fallegu umhverfi. Bústaðirnir eru reyklausir og hver og einn með fullbúnu eldhúsi, stofu með sjónvarpi, ókeypis WiFi og stórum palli með heitum potti.

Villa

Við sumarhúsið er falleg verönd og heitur pottur, herbergin eru tvö tveggja manna og eitt einstaklings svo bústaðurinn rúmar allt að 5 gesti.

Húsið er í einkaeigu en hótelið hefur umsjón með húsinu fyrir eigendurna. Húsið er í u.þ.b. 15–20 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

 • Fullbúið eldhús
 • Heitur pottur
 • Rúmar allt að 5 gesti
 • Baðherbergi með sturtu
 • Frítt WiFi
bóka
Villa

Cabin

Í bústaðnum eru tvö tveggja manna svefnherbergi, stofa og fullbúið eldhús með góðu borðstofuborði. Eldhúsið og stofan mynda eina heild en í stofunni er góður sófi og flatskjár.

Húsið er í einkaeigu en hótelið hefur umsjón með því fyrir eigendurna. Húsið er í u.þ.b. 15–20 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

 • Fullbúið eldhús
 • Heitur pottur
 • Rúmar allt að 4 gesti
 • Baðherbergi með sturtu
 • Frítt WiFi
bóka
Cabin

House

Í húsinu eru þrjú tveggja manna svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og fullbúið eldhús sem opnast inn í góða stofu.

Húsið er í einkaeigu en hótelið hefur umsjón með húsinu fyrir eigendurna. Húsið er í u.þ.b. 15–20 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

 • Fullbúið eldhús
 • Heitur pottur
 • Gufubað
 • Rúmar allt að 6 gesti
 • Baðherbergi með sturtu
 • Frítt WiFi
bóka
House

Hut

Í húsinu er eitt rúmgott tveggja manna svefnherbergi og tvö minni tveggja manna svefnherbergi, það eru tvö salerni og er annað þeirra með sturtu. Fullbúið eldhús er í húsinu sem opnast inn í notalega stofu.

Húsið er í einkaeigu en hótelið hefur umsjón með húsinu fyrir eigendurna. Húsið er í u.þ.b. 5–10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

 • Fullbúið eldhús
 • Heitur pottur
 • Rúmar allt að 6 gesti
 • Baðherbergi með sturtu
 • Frítt WiFi
bóka
Hut

Systrasel

Við Systrasel er vönduð verönd með heitum potti. Í húsinu eru tvö hjónaherbergi á jarðhæð og eitt hjónaherbergi uppi á lofti þannig að það er gott rými fyrir sex gesti.Systrasel er í einkaeign og er framleigður frá eigendum. Það tekur um 15-20 mínútur að ganga til og frá Hótel Húsafelli.

 • Fullbúið Eldhús
 • Heitur pottur
 • Útisturta
 • Rými fyrir sex gesti
 • Einkabaðherbergi með sturtu
 • Ókeypis internettenging

Lágmarksleiga er 2 nætur.

bóka
Systrasel

Cottage

Bústaðurinn rúmar allt að fjóra gesti en í honum eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum. Baðherbergi er með sturtu og við bústaðinn er pallur og heitur pottur.

Húsið er í einkaeigu en hótelið hefur umsjón með húsinu fyrir eigendurna. Húsið er í u.þ.b. 15–20 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

 • Fullbúið eldhús
 • Heitur pottur
 • Rúmar allt að 5 gesti
 • Baðherbergi með sturtu
 • Frítt WiFi
bóka
Cottage

Umsagnir

We had an amazing time at Husafell. Beautiful location with so much to do – hikes, relaxing in geothermal baths, short trips to the caves and glacier ... we couldn't do it all in 2 days.

February 23, 2019

High quality does not begin to cover this place. We had the most fabulous trip to Hotel Húsafell whilst we were in Iceland. The hotel itself is beautifully designed and the owner should be incredibly proud of its staff as the service we received was absolutely impeccable.

January 12, 2019
opna í google maps