Hótel Húsafell leigir út falleg og vel búin sumarhús, umkringd grónum birkiskógi. Sumarhúsin rúma 4–6 gesti og eru staðsett í um tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu.
Njóttu einstakrar náttúru Húsafells í þægilegum sumarbústað í fallegu umhverfi. Bústaðirnir eru reyklausir og hver og einn með fullbúnu eldhúsi, stofu með sjónvarpi, ókeypis WiFi og stórum palli með heitum potti.