Vortilboð í gistingu og mat

Húsafell er hlýlegur griðastaður sem er umvafinn fallegri náttúru

Vortilboð 2022

Hótel Húsafell verður með vortilboð sem inniheldur gistingu og þriggja rétta máltíð fyrir tvo. Tilboðið er bókanlegt alla daga nema laugardaga.

Tilboðið er frá 42.720 krónur og er einungis bókanlegt á vefnum okkar.

Verið velkomin á Húsafell.

Smelltu hér til þess að bóka tilboðið

Hótel Húsafell

Hótel Húsafell býður upp á 48 vel útbúin herbergi í fjórum stærðum. Öll herbergin eru reyklaus og skreytt með málverkum eftir Pál Guðmundsson, listamann á Húsafelli.

Á Húsafelli er að finna fjölbreytta afþreyingu við flestra hæfi. Hvort sem það eru gönguferðir í fallegri náttúru eða skipulagðar ferðir.

Skipulagðar ferðir í nágrenni Húsafells

Giljaböðin á Húsafelli voru nýlega valin einn af 14 mest spennandi stöðum í heiminum að mati Culture trip. Skipulagðar ferðir eru í Giljaböðin með fjórum brottförum á dag sem farnar eru frá Húsafelli. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar.

Viðgelmir er stærsti hraunhellir Íslands og er í næsta nágrenni við Húsafell. Það eru skipulagðar ferðir nokkrum sinnum í Víðgelmi. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar.

Into the Glacier er með skipulagðar ferðir upp á Langjökul í manngerðan og stórbrotinn íshelli. Skipulagðar ferðir eru nokkrum sinnum á dag frá Húsafelli. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar.

Giljaböðin

Smelltu hér til þess að bóka tilboðið