Gerðu vel við þína nánustu og gefðu ógleymanlega upplifun í jólagjöf

Jólin eru handan við hornið og kannski ævintýraleg upplifun líka, að minnsta kosti ef gjafabréf Hótel Húsafells kemur upp úr pakkanum á aðfangadag!

Okkur langar flestum að gleðja okkar nánustu með einhverju sem bætir gleði í lífið og sýna þannig að við hugsum hlýlega til þeirra. Það getur engu að síður oft verið erfitt að velja gjöf sem gleður og skilur eitthvað eftir sig. Hjá mörgum getur það hreinlega valdið hausverk að vera í slíkum gjafa hugleiðingum. Sérstaklega þegar finna þarf gjafir handa fólki sem virðast eiga allt, því þegar fólk er komið yfir miðjan aldur vantar það líklega ekki margt. Þá getur verið góð hugmynd að gefa fólki gjafabréf í upplifun af einhverju tagi.

Gjafabréf er frábær lausn og er ávallt gjöf sem gleður og skilur eftir minningar sem endast. Gjafabréf á Hótel Húsafell er frábær gjöf hvort sem það er í jólapakkann, afmælispakkann eða sem tækifærisgjöf.

Hótel Húsafell er hlýlegur griðastaður þar sem friðsæld og lúxus sameinast ævintýrum og einstakri náttúruupplifun þess sem fær að upplifa. Gisting í hlýlegu umhverfi, matarupplifun sem að kitlar bragðlaukana og ævintýraferð í Giljaböðin eru dæmi um gjafabréf sem í boði eru fyrir þig til að gefa.

Ævintýralegar upplifanir og einstök afslöppun í Húsafelli

Með því að gefa gjafabréf á Hótel Húsafell getur þú gefið stórkostlega upplifun í gjöf. Handhafi gjafabréfsins fær tækifæri til að sameina notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli og einstakar upplifanir í íslenskri náttúru. Í nágrenni Húsafells er líka hægt að uppgötva faldar perlur í stórkostlegu landslagi.

Úrval afþreyingar er mikið og fjölbreytt og er t.d. tilvalið á meðan dvöl stendur að fara í Giljaböðin, ferð í Íshellinn í Langjökli eða hellaskoðun í Víðgelmi. Á Hótel Húsafelli er líka fullkomin aðstaða til afslöppunar í Lindinni og svo eru margar gönguleiðir á svæðinu sem hægt er að njóta í fallegu umhverfi.

Húsafell Giljaböð

Hvað er betra en töfrandi gönguferð í íslenskri náttúru sem endar með einstakri slökun í náttúruböðum í tignarlegu gljúfri? Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn frá afþreyingarmiðstöðinni á Húsafelli í fullkomna hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Það er fátt sem hægt er að kalla jafn sér íslenska upplifun og göngu í ótrúlegu landslagi og leggjast svo í bleyti og slaka á í náttúrulegum giljaböðum.

Böðin eru byggð úr náttúrusteini úr gilinu og í þau er veitt vatni úr heitum uppsprettum á staðnum. Mikið er lagt upp úr því að þau falli sem best inn í náttúruna en laugarnar eru byggðar í anda hinnar fornu Snorralaugar frá 10.öld. Baðhúsið er byggt úr timbri sem fallið hefur til á svæðinu. Jafnvel snagarnir í búningsklefunum eru gerðir úr notuðum hrossaskeifum frá nærliggjandi búi.

Ferðir í Giljaböðin eru í boði allan ársins hring með með íslensku- og enskumælandi leiðsögumanni. Ferðin hefst fyrir utan afþreyingarmiðstöðina á Húsafelli. Á leiðinni er meðal annars fræðst lítillega um endurnýjanlega orku og farið er yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Ok, fyrsta íslenska jöklinum sem orðið hefur loftslagsbreytingum að bráð.

Algengast er að leiðin hefjist á því að gengið er upp með Deildargili að útsýnispalli sem gefur fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður 64 tröppur að böðunum. Þar gefst gestum tækifæri á að skipta um föt og fara í pottana. Að því loknu er haldið til baka að Húsafelli.

Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Gengið er um 1,5 km.

Húsafell Giljaböð

Lindin

Lindin er ein vinsælasta afþreyingin á svæðinu og er fátt betra en að baða sig undirberum himni í heitu vatni úr iðrum jarðar. Lindin var upphaflega byggð árið 1965 en síðan þá hafa miklar endurbætur verið gerðar og hönnun í kringum Lindina er framúrskarandi. Laugarnar eru tvær, ásamt tveim heitum pottum, köldum potti og gufubaði.

Svo kölluð flotmeðferð er upplifun sem hefur slegið í gegn hjá gestum okkar. Flotmeðferðin er til þess að fljóta og njóta og er frábær leið til að ná fram algerri slökun. Flothetta og fótaflot stuðla að einstakri vellíðan og frelsistilfinningu og þú finnur fyrir fullkomnu þyngdarleysi, eins og þú svífir í vatninu.

Hótelgestir geta nýtt sér flotbúnað án aukakostnaðar og notið þess að fljóta um í fullkominni slökun í Lindinni.

Fljóta og njóta í Lindinni

Íshellir

Þeir sem fara í þessa ferð gera búið sig undir ævintýralega upplifun í návígi við mikilfengleik Langjökuls,næststærsta jökuls landsins. Það er einstök lífsreynsla að ferðast upp snjóhvítar hlíðar jökulsins og hverfa svo djúpt inn í manngerð ísgöngin sem leiða að hinu bláa hjarta jökulsins. Ísgöngin í Langjökli eru einstök upplifun en þar gefst kostur á að kanna leyndardóma jökulsins að innan.

Into the Glacier býður upp á fjölmargar ferðir inn í stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Göngin eru staðsett hátt á Langjökli sem er næst stærsti jökull Íslands. Þessi ferð er óviðjafnanleg lífreynsla, hvort heldur sem er jöklaferðin sjálf eða upplifunin inni í ísgöngunum.

Ferðin er farin á sérútbúnum jöklafarartækjum, sem eru sérstaklega gerð til að skoða umhverfi jökulsins og njóta útsýnis meðan ekið er upp á topp jökulhettunnar. Reyndir leiðsögumenn sjá til þess að allir skemmta sér og öðlast um leið undirstöðuþekkingu á hegðun og náttúru jökla.

Íshellir

Hraunhellar

Það er fullkomið ævintýri að skoða Víðgelmi sem er einn stærsta hraunhelli heims, í Hallmundarhrauni skammt frá Húsafelli. Hellirinn hefur verið friðaður frá árinu 1993. Fjölbreytileiki hans og glæsileiki er engu líkur og heimsókn í hellinn er upplifun sem ekki gleymist. Tæplega 1600 metra langur hellirinn geymir ótrúlega liti og hraunmyndanir sem aðeins má sjá í iðrum jarðar.

Boðið er upp á leiðsögn um hellinn, frá hvelfingu til hvelfingar, sem tekur eina og hálfa klukkustund. Einnig er boðið upp á leiðsögn þar sem farið er dýpra inn í hellinn og skoðaðar vel geymdar en viðkvæmar hraunmyndanir og bergtegundir. Lengd þessarar skoðunarferðar er 3–4 klukkustundir og aðeins í boði samkvæmt samkomulagi.

Hraunhellar

Gönguleiðir

Náttúran við Húsafell einkennist af víðfeðmum og gróskumiklum skógi sem teygir sig upp eftir hlíðum fjallanna og inn með giljum sem setja svip sinn á landslagið. Undan skóginum birtist hraunið með tærum uppsprettulindum og lækjum. Húsafell er umlukið fjallahring þar sem tignalegir jöklar tróna yfir eins og Ok, Langjökull og Eiríksjökull og frá þeim koma hvítfyssandi jökulár. Náttúra Húsafells er rík af auðlindum sem gefur af sér heitt og kalt vatn ásamt fjölskrúðugu fuglalífi og mætti segja að náttúran við Húsafell sé perla milli hrauns og jökla.

Húsafell skartar mörgum af fegurstu perlum íslenskrar náttúru sem gerir gönguferðir á staðnum að dásamlegri upplifun. Húsafell má kalla draumaland göngumannsins því allt um kring eru heillandi gönguleiðir, þar sem alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu.

Hægt er að finna auðveldar gönguleiðir fyrir alla, eins og leiðirnar um skóginn og einnig eru áhugaverðar leiðir fyrir þá brattgengu. Þar má nefna há fjöll eins og Eiríksjökul og Ok. Hestamenn og hjólreiðamenn finna líka spennandi leiðir fyrir sig. Á Húsafelli má svo nálgast gönguleiðakort með merktum gönguleiðum.

Ævintýralega falleg gönguleið í Húsafelli

Golf

Golfvöllurinn á Húsafelli er aðili að Golfsambandi Íslands og gilda leikreglur GSÍ á vellinum. Það er því tilvalið tækifæri að spila golf á 9 holu velli í fallegri náttúru. Brautirnar liggja meðfram bökkum Kaldár og Stuttár og kylfingurinn þarf að vanda sig við leikinn því víða liggja brautir yfir vatn og oft er stutt í skóginn. Fyrsti teigur er fyrir neðan sundlaugina á Húsafelli.

9 holu völlur

Gerðu vel við þína nánustu og gefðu ógleymanlega upplifun í jólagjöf

Gerðu vel við þína nánustu og gefðu ógleymanlega upplifun í mat, gistingu eða ævintýralegri ferð í Giljaböðin. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval gjafabréfa á gjafabréfasíðunni okkar. Á gjafabréfasíðunni er að finna fjölbreyttar tegundir gjafabréfa sem hannaðar eru til þess að gleðja og skapa minningar sem endast.

bóka tilboð