Ljúffengur, og nútímalegur jólamatseðill í fallegu umhverfi
Hótel Húsafell mun verða með glæsilegan fjögurra rétta jólamatseðil og tilboð á gistingu frá 30. nóvember 2025 fram að jólum. Matseðillinn verður með nútímalegu yfirbragði.
Ein nótt á hótel Húsafelli í standard herbergi og fjögurra rétta máltíð af jólamatseðli ásamt morgunverði, aðgangi að Lindinni og 30% afslætti í Giljaböðin.
Verð: 69.990 fyrir tvo – Aukanótt er á 41.900
Verð: 59.990 fyrir einn – Aukanótt er á 38.900
Eigum nokkrar lausar dagsetningar í Nóvember og desember
Tilvalið er að kíkja í heimsókn til okkar á Húsafelli, gista og njóta fallegrar náttúru í afslappandi umhverfi. Hér geturðu sameinað notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli, ljúffengan hátíðarmat og einstakar upplifanir í íslenskri náttúru. Við á Hótel Húsafelli leggjum mikið á okkur til þess að gera alla upplifun þína sem eftirminnilegasta.
Fyrir frekari upplýsingar sendið á info@hotelhusafell.is
Fyrir bókanir smellið hér
Í nágrenni við Húsafell er að finna spennandi og ævintýralega afþreyingu í fallegu umhverfi eins og hægt er að fræðast um hér að neðan.
Búðu þig undir ævintýralega upplifun í návígi við mikilfengleik Langjökuls, næststærsta jökuls landsins. Það er einstök lífsreynsla að ferðast upp snjóhvítar hlíðar jökulsins og hverfa svo djúpt inn í manngerð ísgöngin sem leiða okkur að hinu bláa hjarta jökulsins. Ferðin er farin á sérútbúnum jöklafarartækjum, sem eru sérstaklega gerð til að skoða umhverfi jökulsins og njóta útsýnis meðan ekið er upp á topp jökulhettunnar. Reyndir leiðsögumenn sjá til þess að allir skemmta sér en öðlast um leið undirstöðuþekkingu á hegðun og náttúru jökla.
Víðgelmir er stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hellirinn hefur verið friðaður frá árinu 1993. Fjölbreytileiki hans og glæsileiki er engu líkur og heimsókn í hellinn er upplifun sem ekki gleymist. Tæplega 1600 metra langur hellirinn geymir ótrúlega liti og hraunmyndanir sem aðeins má sjá í iðrum jarðar.Boðið er upp á leiðsögn um hellinn, frá hvelfingu til hvelfingar, sem tekur eina og hálfa klukkustund.
Í Giljaböðin eru skipulagðar ferðir með leiðsögn fjórum sinnum á dag frá Húsafelli. Að heimsækja böðin er ævintýri líkast. Böðin eru byggð úr náttúrusteini úr gilinu og í þau er veitt vatni úr heitum uppsprettum á staðnum. Mikið er lagt upp úr því að þau falli sem best inn í náttúruna en laugarnar eru byggðar í anda hinnar fornu Snorralaugar frá 10. öld. Baðhúsið er byggt úr timbri sem fallið hefur til á svæðinu. Jafnvel snagarnir í búningsklefunum eru gerðir úr notuðum hrossaskeifum frá nærliggjandi búi.