Upplifðu fullkomna slökun og vellíðan í Lindinni

Hótel Húsafell og svæði þess er griðastaður þar sem friðsæld og lúxus sameinast ævintýrum og einstakri náttúruupplifun.

Íslenska sundlaugamenningin er sérstök að mörgu leyti, meðal annars vegna þess hvað hér eru margar sundlaugar miðað við fólksfjölda. Einnig eru hér upphitaðar útilaugar sem eru oftast opnar allan ársins hring, þar sem skapast jafnan sérstök stemmning í heitu pottunum sem á sér jafnvel ekki hliðstæðu annars staðar. Heimsmálin eru rædd í laugum landsins þegar fjölbreytt flóra landsmanna kemur saman í laugunum og spjallar um daginn og veginn. Þess heldur eru heitu pottarnir og laugarnar vinsæll samkomustaður innan bæja og sveita, þar sem fólk hittist og nýtur samverunnar við aðra um leið og það nýtur þess að vera í vatninu.

Það mætti segja að sundlaugarmenning hefur verið samgróin íslenskri þjóðarsál um margar aldir og hefur sjaldan verið jafn lífleg og nú.

Það má rekja sundlaugamenningu Húsafells til ársins 1965, það ár var sundlaugin í Húsafelli byggð. Síðan þá hafa miklar endurbætur verið gerðar og eru framkvæmdum nýverið lokið og sundlaugin er orðin afþreyingarlaug og komin með nýtt nafn.

Afþreyingarlaugin Lindin

Framkvæmdum á gömlu sundlauginni í Húsafelli lauk fyrr á þessu ári og hefur fengið nafnið Lindin. Lindin þjónar hótelgestum en er jafnframt opin almenningi allan ársins hring.  Búið er að endurbæta aðstöðu í sundlaugarhúsi og útisvæðið við laugarnar til að auka upplifun og gæði gesta. Í dag mæta gestir í framúrskarandi afþreyingarlaug eins og eru víðsvegar hringinn í kringum landið.

Gestir geta notið létta veitinga í fallega hönnuðu veitingarými Lindarinnar, eða notið útsýnisins og umhverfisins ofan í laugunum með drykk í hönd. Sérstakt veitingasvæði er til að fá sér léttar veitingar milli þess sem þú ert í laugunum.

Það er fátt betra en að baða sig undir berum himni í heitu vatni úr iðrum jarðar og við fáum að sjá þetta hjá gestunum sem koma til okkar til að upplifa og njóta. Í dag er Lindin ein vinsælasta afþreyingin á Húsafells svæðinu sem hefur vakið eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Laugarnar eru tvær, ásamt tveim heitum pottum, köldum potti og gufubaði.

Afþreyingarlaugin Lindin
Afþreyingarlaugin Lindin
Afþreyingarlaugin Lindin

Njóttu og upplifðu einstaka vellíðan í Lindinni

Fólk á það til að sameinast í ákveðinni vellíðan, bæði líkamlegri og andlegri og mætti vel láta sér detta í hug að laugarnar eigi ákveðinn þátt í langlífi þjóðarinnar. Auk þess getur vatn og gufa hjálpað fólki að slaka á.

Heimsókn í Lindina er fullkomin fyrir stefnumót, saumaklúbba, vinahópa eða stórar sem og smáar fjölskyldur. Það eru allir velkomnir til okkar í Lindina að njóta samverustunda.

Við hlökkum til að taka á móti þér og leyfa þér að upplifðu algjöra slökun og ró í Lindinni þar sem þú gleymir amstri dagsins.

Hafðu samband

Hafðu samband ef það vakna einhverjar spurningar og við liðsinnum þér.

Lindin er opin alla daga kl. 15:00-20:00, en á laugardögum opnar hún fyrr eða kl. 11:00.

Verðskráin er eftirfarandi:

- Fullorðnir 3.800 kr.

- Börn (10-16 ára) 1.500 kr.

- Börn (0-9 ára) frítt

- 5 miðar (fullorðnir) 13.300 kr.

- 10 miðar (fullorðnir) 22.800 kr.

- 20 miðar (fullorðnir) 34.200 kr.

- 5 miðar (börn) 5.250 kr.

- 10 miðar (börn)  9.000kr.

- 20 miðar (börn) 13.500 kr.

bóka tilboð