Sunnudagstilboð

Sunnudagstilboð veturinn 2021 - 2022

Í vetur verða glæsileg sunnudagstilboð í gangi hjá Hótel Húsafell.

Boðið verður upp á gistingu með morgunverði og ljúffengum þriggja rétta kvöldverði að hætti matreiðslumeistarans

Tilboðið er einungis bókanlegt í gegnum bókunarvél okkar sem er að finna hér

Til þess að sjá tilboðið þarft þú að velja þann sunnudag sem þig langar að gista inn á bókunarvélinni og þá áttu að sjá tilboðið nema að uppselt sé á hótelinu.

Húsafell er paradís fyrir unnendur íslenskrar náttúru og eru fjölmargar fallegar gönguleiðir í nágrenninu. Eins er hægt að fara í skipulagðar ferðir í Giljaböðin, hellaskoðun í Víðgelmi og fara í íshellinn. Upplýsingar um afþreyingu á Húsafelli finnið þið á vefsíðu Húsafells undir flipanum afþreying.

Tilboðið gildir frá byrjun september til 10 apríl 2022

bóka tilboð