Jónsmessuganga á Húsafelli

Jónsmessunæturganga 24. júní

Jónsmessuganga 24. júní 2020

Í tilefni jónsmessunar bjóðum við á Húsafelli uppá gönguferð með leiðsögn. Ferðin er í boði fyrir hótelgesti og gesti utan hótels. Leiðsögumaður verður Þórunn Reykdal, en hún hefur mikla þekkingu á svæðinu.

Leiðarlýsing
Brottför frá bílastæði austan gamla bæjarins og gangan hefst um söguslóðir sr. Snorra Björnssonar (1710-1803) sem var prestur á Húsafelli frá 1747 til dauða dags. Gengið upp með Bæjargili að vestanverðu, staldrað við tófugildru við gilið og svo er útsýnis notið við gestabókina hjá Hádegisklettunum við fossinum í gilinu, þaðan liggur leiðin svo áfram upp á Drangasteinabrún. Síðan er gilinu fylgt nokkuð til suðurs, það þverað og höfð viðkoma hjá stórum grettistökum, leifum síðustu ísaldar sem eru austan Bæjargils.  Áfram liggur leiðin þaðan uppá Bæjarfell þar sem það er hæst, þaðan er útsýnis notið og rölt til norðurs til móts við sólina að vörðu á háfellinu og útsýn opnast meira niður að norðanverðu.  Frá kolli Bæjarfells liggur svo leiðin til baka niður að Bæjargili og því fylgt niður að Húsafelli.  Þaðan er svo ekið að Hringsgili og ferðinni lokið með dvöl í Giljaböðunum.

Lengd göngunnar um 8 km og hækkun samtals um 480 metrar
Brottför frá Húsafelli 23:45

Verð :Gönguferð, Giljaböð og hótel gisting fyrir tvo 30.900.-
Verð: Gönguferð og Giljaböð 9.500.- á mann

Hafið samband í netpósti: booking@hotelhusafell.is