Glæsilegir vinningar í boði
Laugardaginn 16 apríl verður Páskabingó á Húsafell Bistró.
Glæsilegir vinningar verða í boði eins og gisting á Hótel Húsafelli, ferð í Giljaböðin, þriggja rétta kvöldverður á Hótel Húsafelli svo fátt eitt sé nefnt.
Tilvalið er að koma fyrr og fá kvöldverð áður en Bingóið hefst.
Bingóspjaldið verður á 500 krónur og skráning er á netfanginu pontun@hotelhusafell.is eða í síma 435 1551
Það borgar sig að panta borð snemma þar sem reynslan hefur sýnt að færri komast að en vilja.
Happy Hour er á milli 17:00 - 19:00
Sérstakt tilboð verður á 5 í fötu.