Lonely Planet velur Ísgöngin í Langjökli einn áhugaverðasta nýja áfangastað heims 2015

Það er skemmtilegt frá því að segja og sannur heiður fyrir aðstandendur Íshellisins í Langjökull að Lonly Planet...

Það er skemmtilegt frá því að segja og sannur heiður fyrir aðstandendur Íshellisins í Langjökull að Lonly Planet hefur valið íshellinn sem einn af áhugaverðustu nýju áfangastöðunum í heiminum fyrir árið 2015. Þessi tilnefning hefur aldeilis haft góð áhrif á fjölmiðla og keppast þeir um að fjalla um hellinn þessa dagana.

Það má segja að íshellirinn sé nánast í bakgarðinum á Hótel Húsafelli og búast má við því að margir eigi eftir að nýta sér það að gista á fjögurra stjörnu lúxushóteli eftir að hafa farið í hellinn. Til að toppa ferðina er hægt að snæða ljúffengan kvöldverð á veitingastaðnum og slappa svo af í heitu böðunum með Norðurljósin dansandi á himninum.