Hótel Húsafell og nýju giljaböðin

Glæsilegt opnunartilboð í Giljaböðin

Glæsilegt opnunartilboð í Giljaböðin 2019

Í tilefni af opnun Húsafell Giljabaða bjóðum við upp á einstakt tilboð.
Gisting á Hótel Húsafelli, þriggja rétta kvöldverður og ferð í nýju Giljaböðin.
Einnig erinnifalin aðgangur að sundlaug Húsafells og morgunverður.

Verð fyrir tvo 49,500.-

Gangan í böðin

Ferðir í giljaböðin eru í boði allan ársins hring með með íslensku- og enskumælandi leiðsögumanni. Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni fræðumst við meðal annars lítillega um endurnýjanlega orku og förum yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Ok, fyrsta íslenska jöklinum sem orðið hefur loftlagsbreytingum að bráð.

Gengið er upp með Deildargili að útsýnispalli sem gefur fallegt sjónarhorn á Langafoss. Þaðan er farið um fallegan skógarstíg að Hringsgili þar sem gengið er niður tröppur að böðunum. Þar gefst gestum tækifæri á að skipta um föt og fara í pottana. Að því loknu er haldið til baka að Húsafelli þar sem gestir geta nýtt sér aðstöðuna í sundlauginni.

Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Gengið er um 1,5 km.

Vinsanlegast athugið

Gangan er auðveld og hentar öllum getustigum. Hámark 20 manns í hverri ferð

Hægt er að velja um þrjár brottfaratíma 10:00, 13:00 eða 15:00

Nýttu þér þetta tilboð á aðeins 49.500.- kr.
Gildir frá 21. nóvember til 29 febrúar 2019

Hafið samband í netpósti: booking@hotelhusafell.is eða hringið í okkur í síma 435-1551