Á Húsafelli þarf enginn að verða svangur. Þú getur annaðhvort verslað í kjörbúðinni okkar eða sest niður á veitingastöðunum okkar og notið matar í hæsta gæðaflokki.
Undanfarin ár hefur veitingastaðurinn á Húsafelli haft mikinn áhuga á að læra og vaxa með því aðnota íslenskar og lífrænar vörur á frekar óvenjulegan hátt og til þess að kynna gestum okkar einstaka matarupplifun, sem er undir sterkum áhrifum frá Asískri matarmenningu. Áhersla okkar á rætur sínar að rekja til könnunar á náttúruheiminum, sem hófst með þeirri einföldu ósk um að enduruppgötva villt staðbundið hráefni, með því að leita fæðunnar í sjálfrináttúrunni.
Opnunartími
Morgunverður 07:30 til 10:30 alla daga
Hádegismatur 12:00-14:00 (frá 25 September)
Gleðistund 16:00 til 18:00 alla daga
Kvöldverður 18:00 til 21:00 alla daga
Hótel Húsafell býður upp á einn aðal veitingastað, með möguleika á að bóka sér sali fyrir hópa sem vilja borða útaf fyrir sig, en einnig fyrir fundi, fyrirlestra eða námskeið.Við eru líka með Bistró, sem er opið frá vori, fram á haust, sem einnig er hægt að bóka fyrir sérhópa og viðburði.Fyrir frekari upplýsingar, endilega ekki hika við að senda inn fyrirspurn.
SENDA FYRIRSPURNHúsafell Bistro er skemmtilegur veitingastaður sem bíður upp á hlaðborð.
Yfir vetrartímann, frá 25. september verður Bistróið lokað en boðið er upp á hádegisverð á Hótel Húsafelli.
Opnunartímar þar til 25 September: 10:30-18:00
Við bjóðum upp á sérstakt fyrirkomulag fyrir ferðaskrifstofur og hópa og komum til móts við séróskir.
SENDA FYRIRSPURNAllt til alls þegar vantar nesti til að taka með í gönguferðina eða þegar þú vilt elda eigin máltíð, til dæmis í sumarbústaðnum eða fyrir utan tjaldið.
Búðin er núna opinn alla daga vikunnar frá 09:30 - 18:30. Frá 25. september verður hinsvegar opið frá 9:30 til 15:00.