Fátt er betra en að baða sig undir berum himni í heitu vatni úr iðrum jarðar.
Sundlaugin á Húsafelli er vel þekkt og alltaf jafn notaleg heim að sækja
Velkomin í Lindina Húsafelli.
Kynningar opnun í Lindina og 50% afsláttur til loka Maí.
Gestir fara á eigin ábyrgð í Lindina.
Varúð Lindarnar eru mjög hálar, farið varlega ognotist við handrið.
Bannað er að stinga sér í laugarnar.
Kynningar opnar um helgar:
Föstudagur: 16-20
Laugardagur: 13-20
Sunnudagur: 16-20
Lindin á Húsafelli er ein vinsælasta afþreyingin á svæðinu. Hún var upphaflega byggð árið 1965 en síðan hafa miklar endurbætur verið gerðar. Laugarnar eru tvær, ásamt tveim heitum pottum og köldum potti og gufubaði.