Fátt er betra en að baða sig undir berum himni í heitu vatni úr iðrum jarðar.
Sundlaugin á Húsafelli er vel þekkt og alltaf jafn notaleg heim að sækja
Endilega athugið - Sundlaugin okkar og heitu pottarnir verða því miður lokuð fram yfir áramót 2022/2023, vegna framkvæmda. Við opnum væntanlega aftur í lok apríl 2023. Takk fyrir auðsýndan skilning.
Sundlaugin á Húsafelli er ein vinsælasta afþreyingin á svæðinu. Hún var upphaflega byggð árið 1965 en síðan hafa miklar endurbætur verið gerðar á lauginni og umhverfi hennar. Laugarnar eru tvær, ásamt tveim heitum pottum og vatnsrennibraut.