Faðmaðu frelsið, Afléttingartilboð 2022

Gisting, Giljaböð og þriggja rétta máltíð að hætti kokksins

Hótel Húsafell býður upp á Afléttingartilboð fyrir tvo. Innifalið í tilboðinu er gisting, ferð í Giljaböðin og þriggja rétta sælkeraveisla að hætti kokksins á einungis 59.900 krónur í standard herbergi og 64.900 krónur í delux herbergi.

Þetta er tilvalið tækifæri til þess að koma á óvart með rómantískri gjöf í sveitasæluna á Húsafelli.

Ýttu hér til að bóka tilboðið

Giljaböðin

Böðin eru byggð úr náttúrusteini úr gilinu og í þau er veitt vatni úr heitum uppsprettum á staðnum. Mikið er lagt upp úr því að þau falli sem best inn í náttúruna en laugarnar eru byggðar í anda hinnar fornu Snorralaugar frá 10. öld. Baðhúsið er byggt úr timbri sem fallið hefur til á svæðinu. Jafnvel snagarnir í búningsklefunum eru gerðir úr notuðum hrossaskeifum frá nærliggjandi búi.

Tveggja manna herbergi
Hótel Húsafell

Á Húsafelli geturðu sameinað notalega dvöl á þægilegu lúxushóteli og einstakar upplifanir í íslenskri
náttúru. Í nágrenni Húsafells geturðu uppgötvað faldar perlur í okkar stórkostlega landslagi.

Ýttu hér til að bóka tilboðið