Ógleymanlegar stundir á íslenskum jökli. Prófaðu snjósleðaferð á Langjökli og skoðaðu magnaðan manngerðan íshelli.
Það er ævintýri líkast að keyra um á snjósleða á Langjökli, næststærsta jökli landsins, og bregða sér svo inn í stærstu manngerðu ísgöng í heimi.
Snjósleðaferðin skilur eftir magnaða upplifun af kröftum og fegurð Langjökuls, næststærsta jökuls landsIns. Ekið er upp að ísgöngunum sem eru í 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, en þaðan er einstakt útsýni. Reynslumikill leiðsögumaður stýrir för og kennir í leiðinni undirstöðuatriðin í snjósleðamennsku.
Um miðbik ferðar kynnir leiðsögumaður ykkur fyrir undraveröld inni í jöklinum með skoðunarferð um hin kynngimögnuðu ísgöng sem leiða okkur innst að jökulrótum. Eftir ferðina í íshellinn heldur sleðahópurinn aftur heim að Húsafelli.
Hálendisvegur 550, sem tengir bæði Húsafell og Þingvelli við grunnbúðirnar Klaka, er grófur malarvegur sem aðeins er ætlaður fjórhjóladrifnum farartækjum og aðeins opinn á sumrin, frá júní fram í miðjan október.
Við mælum því með áætlunarskutlunni upp í Klaka frá Húsafelli ef þú ert ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Ferðin tekur um 40 mínútur og kostar 2.000 krónur á manninn fram og til baka.
Tímar í tímatöflu eru brottfarartímar skutlunnar frá Húsafelli.
Athugið að vegur 550 er LOKAÐUR frá október og fram í júní, svo vinsamlegast takið skutluna frá Húsafelli. Ferðin upp í Klaka grunnbúðir tekur u.þ.b. 40 mínútur.
Tímar í tímatöflu eru brottfarartímar skutlunnar frá Húsafelli.
Vinsamlegast bókið skutluna frá Húsafelli ef þið eruð ekki á fjórhjóladrifnum bíl til að komast upp í grunnbúðir í Klaka.
Aldurstakmark í snjósleðaferðir er 16 ár og allir sem eru með gilt ökuskírteini mega aka sleðunum.
Tveir eru á hverjum sleða og því má fjöldi þeirra sem ekki eru með ökuréttindi aldrei vera meiri en þeirra sem eru með réttindi.