Snjósleðar

Ógleymanlegar stundir á íslenskum jökli. Prófaðu snjósleðaferð á Langjökli og skoðaðu magnaðan manngerðan íshelli.

Snjósleðar

Það er ævintýri líkast að keyra um á snjósleða á Langjökli, næststærsta jökli landsins, og bregða sér svo inn í stærstu manngerðu ísgöng í heimi.

Innifalið

  • Snjósleðaferð
  • Íshellir með leiðsögumanni
  • Enskumælandi leiðsögumaður

Hafa með

  • Vatnshelda skó
  • Hlýja sokka
  • Hlýjan innanundirklæðnað
  • Vatnsheldan og hlýjan utanyfirklæðnað
  • Húfu og hanska
  • Sólgleraugu

Snjósleðaferðin skilur eftir magnaða upplifun af kröftum og fegurð Langjökuls, næststærsta jökuls landsIns. Ekið er upp að ísgöngunum sem eru í 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, en þaðan er einstakt útsýni. Reynslumikill leiðsögumaður stýrir för og kennir í leiðinni undirstöðuatriðin í snjósleðamennsku.

Um miðbik ferðar kynnir leiðsögumaður ykkur fyrir undraveröld inni í jöklinum með skoðunarferð um hin kynngimögnuðu ísgöng sem leiða okkur innst að jökulrótum. Eftir ferðina í íshellinn heldur sleðahópurinn aftur heim að Húsafelli.

1. JÚNÍ TIL 15. OKTÓBER – SÆTAFERÐIR Í KLAKA, GRUNNBÚÐIR

Hálendisvegur 550, sem tengir bæði Húsafell og Þingvelli við grunnbúðirnar Klaka, er grófur malarvegur sem aðeins er ætlaður fjórhjóladrifnum farartækjum og aðeins opinn á sumrin, frá júní fram í miðjan október.

Við mælum því með áætlunarskutlunni upp í Klaka frá Húsafelli ef þú ert ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Ferðin tekur um 40 mínútur og kostar 2.000 krónur á manninn fram og til baka.

Tímar í tímatöflu eru brottfarartímar skutlunnar frá Húsafelli.

16. OKTÓBER TIL 31. MAÍ  – Mæting í upplýsingamiðstöð

Athugið að vegur 550 er LOKAÐUR frá október og fram í júní, svo vinsamlegast takið skutluna frá Húsafelli. Ferðin upp í Klaka grunnbúðir tekur u.þ.b. 40 mínútur.

Tímar í tímatöflu eru brottfarartímar skutlunnar frá Húsafelli.

ATHUGIÐ

Vinsamlegast bókið skutluna frá Húsafelli ef þið eruð ekki á fjórhjóladrifnum bíl til að komast upp í grunnbúðir í Klaka.
Aldurstakmark í snjósleðaferðir er 16 ár og allir sem eru með gilt ökuskírteini mega aka sleðunum.
Tveir eru á hverjum sleða og því má fjöldi þeirra sem ekki eru með ökuréttindi aldrei vera meiri en þeirra sem eru með réttindi.

Thank you, you will receive a response shortly.
Oops! Something went wrong while submitting the form. Please try it again.
<div id="bokun-w8597_eb06996b_776d_47e2_bdf1_c631ebd8bea9">Loading...</div><script type="text/javascript"> var w8597_eb06996b_776d_47e2_bdf1_c631ebd8bea9; (function(d, t) { var host = 'widgets.bokun.io'; var frameUrl = 'https://' + host + '/widgets/8597?bookingChannelUUID=823dd7fa-fa59-4aca-b104-06984ac8ef7a&amp;activityId=7422&amp;lang=is&amp;ccy=ISK&amp;hash=w8597_eb06996b_776d_47e2_bdf1_c631ebd8bea9'; var s = d.createElement(t), options = {'host': host, 'frameUrl': frameUrl, 'widgetHash':'w8597_eb06996b_776d_47e2_bdf1_c631ebd8bea9', 'autoResize':true,'height':'','width':'100%', 'minHeight': 0,'async':true, 'ssl':true, 'affiliateTrackingCode': '', 'transientSession': true, 'cookieLifetime': 43200 }; s.src = 'https://' + host + '/assets/javascripts/widgets/embedder.js'; s.onload = s.onreadystatechange = function() { var rs = this.readyState; if (rs) if (rs != 'complete') if (rs != 'loaded') return; try { w8597_eb06996b_776d_47e2_bdf1_c631ebd8bea9 = new BokunWidgetEmbedder(); w8597_eb06996b_776d_47e2_bdf1_c631ebd8bea9.initialize(options); w8597_eb06996b_776d_47e2_bdf1_c631ebd8bea9.display(); } catch (e) {} }; var scr = d.getElementsByTagName(t)[0], par = scr.parentNode; par.insertBefore(s, scr); })(document, 'script'); </script>

Búðu þig undir hið óvænta

Myndir segja meira en mörg orð.

Húsafell Giljaböð ehf, Húsafell 311 Borgarnes, kt: 550502-7550