Náðu algerri slökun með sérstökum flotbúnaði og upplifðu fullkomið þyngdarleysi.
Hótelgestir geta nýtt sér flotbúnað án aukakostnaðar, og notið þess að fljóta um í fullkominni slökun í jarðhitalauginni.
Svokölluð flotmeðferð er ný íslensk leið til að ná fram algerri slökun. Flothetta og fótaflot stuðla að einstakri vellíðan og frelsistilfinningu. Þú finnur fyrir fullkomnu þyngdarleysi, eins og þú svífir í vatninu.